Um Kbolti.is
Ég er faðir 10 ára stráks (2015 sem er búinn að vera að æfa körfubolta í 5-6 ár. Þar síðasta ágúst (2022) komum við heim eftir 10 mánaða dvöl í Barcelona (þar sem hann fór í allskonar körfuboltabúðir og æfingar fyrir utan venjulega þjálfun) átti ég ekki von á því að mikið væri í boði á Íslandi en það kom mér vel á óvart hversu ótrúlega mörg námskeið voru í boði (eins og sjá má hér).
En það var smá vinna að finna þau! Þau eru auglýst á síðum liðana eða á www.karfan.is og varð ég að vera fljótur til að vista/panta því ella væri hætta að týna þessum auglýsingum. Ég byrjaði s.s að leita þessi námskeið uppi og skráði mig á allar mögulegar síður og fylgdist með og skráði svo strákinn á allt sem ég gat (oft mörg ár upp fyrir sig, eitthvað sem foreldrar vita jafnvel ekki að sé hægt eða leyfinlegt).
Því næst deildi ég þessum linkum með öllum þeim foreldrum sem æfðu með syni mínum og svaraði spurningum um þessi námskeið. Þetta var hellings vinna (skemmtileg vinna!) en svo kom að því að ég ákvað að það væri betra að setja þetta allt saman á eina síðu og deila bara henni. Og þar sem ég er nú í hugbúnaðargeiranum þá var þetta mjög auðvelt fyrrir mig.
Vonandi nýtist þetta framtak sem allra flestum! Það er engin gróðavon í þessu hjá mér! Þetta er bara til þess að hjálpa öðrum foreldrum í körfubolta að finna námskeið og búðir fyrir börnin sín.
Endilega sendið svo á mig ef þið sjáið eitthvað sem vantar eða ef þið viljið að ég bætir einhverju við.
📧 sturla76