Körfuboltanámskeið Laugarvatni 2026

🏀 Körfuboltanámskeið á Laugarvatni 11.–14. júlí 2026 🏀
Skráning á körfuboltanámskeiðið okkar á Laugarvatni er hafin inn á www.iai.is.
Áttunda árið í röð bjóðum við upp á sumarnámskeið á Laugarvatni. Yfir 2.000 krakkar hafa tekið þátt í námskeiðunum okkar til þessa og mörg þeirra oftar en einu sinni. Það selst alltaf upp sem talar sínu máli.
👥 Aldur: Krakkar fædd 2011–2015.
🛏️ Gist er á heimavist Menntaskólans á Laugarvatni í 2–4 manna herbergjum.
🎥 Myndband um staðsetningu heimavistar
🍽️ Fullt fæði innifalið (morgunmatur, hádegismatur, kvöldmatur + reglulegt millimál). Æfingar fara fram í íþróttahúsi Laugarvatns.
📋 Dagskrá
- 🏀 2 körfuboltaæfingar á dag (60–80 mín hvor)
- 🎓 Fyrirlestrar og fræðsla
- 🎉 Skemmtun (sundlaugapartý, leikir o.fl.)
- 💪 Teygjur / styrkur / hreyfigeta
⏰ Dæmi um dagskipulag
- 08:00 Morgunmatur (Hafragrautur, Cheerios, Kornflakes)
- 08:30–12:30 Æfing – hver hópur 60–80 mínútur
- 12:30–13:30 Hádegismatur (Mexíkósk kjúklingasúpa)
- 12:30–14:30 Kanoe/Kajak – Borðtenniskeppni í leikherbergi
- 14:30–15:00 Fyrirlestur
- 14:30–15:30 Millimál (Hrökk-kex/ostur, ávextir o.fl.)
- 15:30–18:00 Æfing – hver hópur 60–80 mínútur
- 18:45–19:45 Kvöldmatur (Osta pasta með kjúkling)
- 21:00–23:00 Spurningakeppni + kvöldsnarl
- 23:30 Ró á herbergjum
(Nákvæm dagskrá getur tekið smávægilegum breytingum.)
💰 Verð
Forskráningarverð til 1. janúar 2026: 54.900 kr.
Eftir 1. janúar 2026: 64.900 kr.
(Forskráningarverð er 18% afsláttur.)
Allt innifalið: Æfingar, fyrirlestrar, gisting, fullt fæði og öll skemmtun.
⚠️ Aðeins 80 sæti – skráðu þig sem fyrst!
👉 Skráning
Kær kveðja,
Íþróttaakademía Íslands
✉️ iai@iai.is | 🌐 www.iai.is