#1 Fréttabréf um körfuboltaviðburði 🏀
Sæl og gleðilegt sumar og velkomin í þetta fyrsta fréttabréf KBolta.is
Ég heiti Sturla Þorvaldsson, og stofnaði kbolti.is fyrir foreldra eins og mig sem vilja finna körfuboltabúðir og námskeið fyrir börnin sín, allt á einum stað.
Hugmyndin kviknaði eftir að við komum aftur heim frá Barcelona þar sem sonur minn fór á fjölmörg körfuboltanámskeið og búðir, allt með aðstoð vina okkar á staðnum, sem þekktu til. Við hefðum eflaust seint fundið þessi námskeið.
Þegar við komum svo heim vissi ég í fyrsta lagi ekki hvort það væri eitthvað í boði og í öðru lagi hvar ætti að leita!
Ég fór svo að verða nokkuð góður að finna þessi námskeið og deila með mínu fólki, en bara á Abler eða Messenger til þeirra sem stóðu mér næst.
En svo urðu þetta svo mörg námskeið að ég var byrjaður að rugglast á dagsetningum sem og staðsetningum þeirra! Því ákvað ég að gera eitthvað meira úr þessu – þannig fæddist síðan.
Þetta framtak gengur alls ekki út á það að græða peninga heldur einungis að hjálpa öðrum foreldrum til að finna þessi námskeið (og mér persónulega að leika mér með nýja tækni og tól)!
Síðan kbolti.is er annars komin með fullt af virkni og viðburðum þar sem eftirfarandi er það helsta.:
📆 Nýir viðburðir
- Art of Shooting – Icemar Höllin
- iHandle - í íþróttahúsinu Ásgarði
- Páskanámskeið Vals
- Páskanámskeið Hauka
- öll 2024 námskeiðin
👨🏫 Þjálfarar
- Bætt hefur verið við yfirliti yfir sérþjálfun, þar sem finna má sérfræðingana Finn Atla Magnússyni og Silju Úlfars sem ég mæli með að hafa samband við til að taka æfingarnar upp á næsta stig.
📲 Samfélagsmiðlar
Hér er að finna mikið af innlendu sem og erlendu efni sem áhugavert er að skoða. Þarna ætti að vera eitthvað fyrir alla hvort sem um er að ræða unga leikmenn eða foreldra sem vilja kynna sér meira hvað er í gangi þarna úti.
🆕 Ný virkni á síðunni
Ég er alltaf að laga og bæta við síðuna en endilega hafðu samband eff þér finnst eitthvað vanta nauðsynlega.
- Hægt að finna viðburði eftir mánuðum og „sumar" (maí-ágúst).
- Smelltu og bættu viðburðum í dagatalið þitt með einum smelli.
- Margar viðbætur við samfélagsmiðlana þar sem safnað hefur verið saman því áhugaverðasta af samfélagsmiðlum tengt körfubolta.
- Allir viðburðir árið 2024 með sér síðu (ekki bara minnst á þá í “Árið 2024 í námskeiðum”).
💻 Tæknin
Þar sem ég er nú forritari langar mig að segja þeim sem hafa áhuga aðeins frá tækninni á bakvið síðuna.
Ástæðan fyrir því að ég er að nota tæknistakkin hér að neðan er sú að ég er ekki að reyna að græða peninga á síðunni en vil þá heldur ekki tapa neinum peningum. Með þessum tæknistakki þá næ ég að halda öllum kostnaði í 0 kr!
- Hugo build server býr til statíska vefsíðu á build tíma
- Git og GitHub Actions fyrir CI/CD (koma kóðanum “út á netið”)
- Azure Static Webpages & Azure Functions (í JavaScript)
- Azure DataTables fyrir fréttabréfið (mun skipta út fyrir mailerlite.com)
- MailerLite.com til að halda utan um fréttabréfsvirknina
- 1984.is fyrir frítt DNS
- mailadmin.zoho.eu fyrir frítt domain email (sturla@kbolti.is)
Endilega sendið mér ef þið sjáið eitthvað sem vantar, eða viljið láta bæta við.
Takk fyrir að fylgjast með! Vonandi hafið þið gaman að þessu framtaki mínu!
Sturla Þorvaldsson
p.s
Nafn síðunnar kbolti.is varð fyrir valinu þar sem ég var að leita eftir einhverju stuttu nafni sem tengist körfubolta á einhvern hátt. www.körfuboltaviðburðir.is er laust en k(örfu)bolti.is fannst mér betra.
e.s
Ég lofa (99%) að næsta fréttabréf verður styttra en þetta 😅