Listi yfir auka þjálfara
Hérna er listi yfir þá þjálfara/stöðvar sem bjóða upp á námskeið eða einkaþjálfun
Ef þig langar að bæta við þjálfara/stöð skaltu ekki hika við að senda mér línu sturla76@gmail.com.
Strength and Speed Training
Coach Frikki
Coach Frikki Friðrik Þjálfi Stefánsson er reynslumikill körfuboltaþjálfari með djúpa þekkingu á leikgreiningunni.
Heldur úti YouTube síðu stútfullu af hágæða körfubolta greiningum og þjálfunarefni sem hefur hjálpað þúsundum leikmanna að skilja leikinn betur.
Hvort sem það er að bæta tæknilega færni, skilja leikramma betur eða þróa hugarfar þá getur Coach Frikki aðstoðað þig við að taka leikinn þinn á næsta level.
Með áralanga reynslu í körfubolta og brennandi ást á leiknum veit hann hvað þarf til þess að ná árangri á vellinum.
Lesa meiraStrength and Speed Training
Eurobasket Valencia
EuroProBasket Junior Programs í Valencia EuroProBasket býður upp á fjölbreytt körfuboltanámskeið fyrir ungmenni í samvinnu við Valencia Basket og L’Alqueria del Basket. Þessi námskeið veita þátttakendum tækifæri til að þróa hæfileika sína undir handleiðslu faglegra þjálfara í einni fullkomnustu körfuboltamiðstöð Evrópu.
Sumarbúðir og námskeið EuroProBasket býður einnig upp á styttri námskeið og sumarbúðir fyrir ungmenni allt árið um kring. Þessi námskeið eru hönnuð til að bæta færni leikmanna og veita þeim einstaka upplifun í alþjóðlegu umhverfi.
Lesa meiraStrength and Speed Training
Finnur Atli Magnússon - Styrktarþjálfari í Val og Haukum
Finnur Atli Magnússon - Sérfræðingur í Styrktarþjálfun Núverandi styrktarþjálfari meistaraflokks karla í Val og meistaraflokks kvenna í Haukum.
Reynsla og Menntun Finnur Atli hefur meistaragráðu í íþróttafræði og gríðarlega reynslu í körfubolta. Hann þekkir til hlítar hvað þarf til þess að komast í fremstu röð íslensks körfubolta.
Þjónusta Hefur hjálpað mörgum af bestu og efnilegustu leikmönnum landsins að komast í sitt allra besta stand.
Hvort sem það er að:
Stíga sín fyrstu spor í lyftingarsal Komast í enn betra körfuboltaform Koma til baka eftir meiðsli …getur Finnur Atli aðstoðað þig!
Lesa meiraStrength and Speed Training
SBA - Spanish Basketball Academy
Spanish Basketball Academy in Madrid Þetta er körfubolta prógram sem margir íslendingar hafa farið í og bera sögur af því að það sé mjög gott.
Í boði eru 1,2 og 3ja vikna námskeið í Madrid yfir sumarið
En einnig lengri, 21 daga námskeið í boði þar sem þetta er dæmi um það sem er innifalið.
4 æfingar á dag Karfa 2 x 2 klst Styrkur 45-60 klst Teygjur 30-45 Physio/nudd - kaldur - heitur pottur - gufa Allur matur 💰 630.
Lesa meiraStrength and Speed Training
Silja Úlfars
Silja hjálpar íþróttafólki að ná lengra Markmiðið með hlaupanámskeiðunum er að bæta hraða og hlaupastíl.
Sprett námskeið Á námskeiðunum er fókusinn á hlaupastíl, hraða og líkamsbeitingu. Markmiðið er að bæta hraðann og bæta sig sem mest í hraða, hlaupum, liðleika og sprengikraft.
Fókusinn er alltaf á gæði umfram magns.
Skráning fer fram hérna
📧 Sendið fyrirspurn á siljaulfars.is@gmail.com
Lesa meira